Fyrsti dagur í skólanum

Gengum saman ég og Óskar í skólann hans en það er alveg serimonia útaf fyrir sig. Ég má ganga með honum svona ca í 100 metra fjarlægð frá skólanum og þá á ég að kveðja hann því að það þykir ekki flott að pabbi komi með honum alla leið.

Fór þaðan á Partick lestarstöðina og þaðan á Queen street stöðina og gekk þaðan í skólann. Fyrst var fundur þar sem yfirmenn skólans héldu tölu um allt og ekkert en ágætlega skemmtileg vitleysa.Svo tók við annar fundur þar sem við Vocal studys nemendur áttum að hitta söngkennarana okkar og hlusta á Chris Underwood leggja okkur lífsreglurnar um mætingar og þá aðallega í danstímana. Stórtenórinn hefur þau tíðindi fram að færa að hann hefur fengið ófá viðurkenningar skjöl fyrir danslist frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Drafnarfelli en því miður hefur tíminn tekið þennan hæfileika frá mér sem líklega var ekki mikill :) Mín yndislega kærasta var einnig nemandi í þessum fræga dansskóla en man ekki eftir mér !! Ég lét til mín taka á sviði Brakedance og tók þátt í keppni í Tónabæ þegar ég var 11 ára ef mig minnir við lítil fagnaðarlæti áhorfanda. En mér er sama !! Ég var bestur :)

En höldum áfram með fundinn í skólanum. Chris tilkynnti öllum að þeir ættu að vita hvaða kennara þeir væru með og ættu nú að fara til þeirra og spjalla við þá um hvenær söngtímar ættu að hefjast og slíkt. Til að gera langa sögu stutta þá hafði Chris sagt mér á funi við hann á Íslandi að ég ætti að vera hjá Steven Robbinson sem á að vera prýðiskennari. En þegar ég fór að hitta hann fyrir 3 vikum síðan sagði hann mér að ég yrði hjá Peter Wilson. Þannig að Ég fór bísperrtur og tók í spaðan á Peter Wilson og kynnti mig. Hann vildi ekkert kannast við mig eða að hann ætti að kenna mér og sagðist hafa nóg á sinni könnu. Sagði hann mér að tala við Chris og fá útskýringar á þessu. Ég fór til hans og ræddi við hann og hann sagði að þetta með Peter hefði ekki gengið og ég fengi annan kennara sem heitir Lain Paton að mig heyrðist hann segja. Hann á að vera tenór sem er starfandi óperusöngvari. En hann er bara að kenna til áramóta og þá verður að finna annan kennara fyrir mig. Ég sagði að mér litist nú ekki á þetta plan og þetta hefði ekki verið planið hjá mér. Samtalinu lauk með því að ég kæmi til hans á morgun og færum yfir þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Ingi Sigurðsson

Höfundur

Bjartmar Ingi Sigurðsson
Bjartmar Ingi Sigurðsson
Höfundur er söngfugl og einnig háðfugl mikill

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband