23.9.2007 | 23:42
Kominn til Glasgow
Flutti til Glasgow og er ad fara í söngnám í http://www.rsamd.co.uk í PG DIP Opera sem er nám í óperu eftir því sem ég veit best. Ég og Óskar erum hér saman feðgarnir og gengur vel. Óskar plummar sig vel í skólanum og er ánægður. Ég er ekki enn byrjaður í skólanum mínum en hann hefst á þriðjudag. Búinn að vera að hangsa hér og baslast við að koma mér fyrir sem hefur gengið misvel ef svo má segja. Í gær kom langþráð internettenging og þessvegna sit ég hér og skrifa blogg.
Íbúðin okkar er hrein snilld en ég mun setja inn myndir af henni. Heyrði í Sæberg í kvöld sem er Bassi og er í skólanum líka og munum við reyna að hitta hann feðgarnir á morgun. Við fengum okkur göngutúr í búðina og ætlaði Bjartmarinn að kaupa það allranauðsynlegasta svo sem skeinipappír og fleira. Þar sem búðin er í talsverðri fjarðlægð frá íverustað okkar hjólaði Óskar og ég var fótgangandi. Þegar í búðina var komið tók ég næstu körfu og strunsaði í áttina að skeinipappírsrekkanum og hélt fyrri áformum um að kaupa aðeins nauðsynjar. En á leið minni í skeinó rak ég augun í önd á hálfvirði og var ekki hjá því komist að kaupa tvær slíkar. Eftir það féllu vígin hver af öðru og karfan fylltist af alls konar vörum sem tengdust þessum aumingja fuglum. Þegar ég kom út úr búðinni hélt ég á 6 pokum og fullum af vörum og tók við mikill burður heim.
Um bloggið
Bjartmar Ingi Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.