Færsluflokkur: Menning og listir

Gullkorn frá ferðafélaga

Söngfuglinn er staddur í Karlslunde við Kaupmannahöfn og er þar með kór landsvirkjunar. Var beðinn um að koma með sem einsöngvari fyrir kórinn sem ég þáði með þökkum. Fer svo beint til Ítalíu héðan á námskeið í Flórens í þrjár vikur. Ég sakna Auðar minnar sárt og heyri í henni oft á dag en samt aldrei nógu oft :) Eyddi ég 5 tímum í lærdóm á þessu Flórens dóti og fór svo að hitta kórinn. Eftir velheppnaðan málsverð á BAKKEN sem er nærri Köben fórum við með lestinni heim sem tók sinn tíma vegna viðgerða á teinunum og urðum því að taka strætó hluta leiðarinnar.

Eftir að heim var komið settist ég í sófann og spjallaði við manninn sem deilir með mér íbúð og ræddum við heim og geima. Einhvernveginn barst talið að einum af fjölda minna bresta :) sem er að ég get alveg orðið kexbrjálaður ef að talað er niður til mín. Hef ég sem betur fer ekki lent oft í þessari aðstöðu en þegar það verður þá er ekki gaman hjá neinum. Og síst af öllum mér verð ég að segja.

Hann félagi minn sem er að vera 74 ára sagði af þessu tilefni þessu fleygu orð "Góður bátur tekur aldrei ölduna inná sig" Hann lyftir sér á móti öldunni....... Þú hefur allt annað við orkuna að gera !! sagði hann þessi mikli spekingur. Já hér eftir mun hann verða kallaður spekingurinn mikli !!!

Þetta var algjörlega frábær myndlíking og mun ég nota þetta næst í þessari aðstöðu sem ég samt lendi ekki í en þó ólíklegt að gerist ekki. Á morgun er æfing klukkan 10.00 og svo rútuferð til Skælskör held ég að það heiti og tónleikar þar og mun ég syngja þrjú lög í einsöng og er ég bara talsvert stressaður vegna eins þeirra sem ég hef alls ekki æft nógu vel vegna fyrirvaraleysis kórstjóra og tímaleysis söngvara.

Wish me luck tomorrow :)


Um bloggið

Bjartmar Ingi Sigurðsson

Höfundur

Bjartmar Ingi Sigurðsson
Bjartmar Ingi Sigurðsson
Höfundur er söngfugl og einnig háðfugl mikill

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband