Færsluflokkur: Dægurmál

Hverju sætir þetta Sveinn Rúnar ?

Ég hef nú reynt að horfa á málefni Palestínumanna og Ísraela frá öllum hliðum en sé auðvita ekki nema þá hlið sem birtist okkur gegnum fjölmiðla. Ég verð að viðurkenna að mér finnst Palestínumönnum oft á tíðum mjög heitt í hamsi og ef það er einhver lognmolla milli þeirra og Ísrael þá fara þeir oftast að berjast innbyrðis. Eftir þessi átök þeirra við Egypta verð ég að viðurkenna að álít mitt á þeirra málstað og samúð hefur hefur farið niður á við. Er þetta þessi mikla reiði eftir að hafa verið í fangabúðum Ísraelsmanna í áratugi á Gaza eða er þetta eitthvað annað.


mbl.is Landamæri Gasasvæðisins opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar á Íslandi

Já það er frekar tómlegt hér í Glasgow þegar aðalmaðurinn er ekki á svæðinu Smile Óskar fór heim í gær og ég vildi óska þess að ég hefði getað farið heim með honum. Gæti alveg hugsað mér að vera með minni heittelskuðu kærustu núna..... Ég er eitthvað svo tómur án Óskars því að ég er svo vanur að hafa hann hjá mér öllum stundum. Ég er eitthvað að spá í að fara á einhvern markað í dag og skoða mig um aðeins. Ég keypti gítar í gær og var að spila í gærkvöldi og var það mjög gaman. Kostaði 90 pund með tösku og tel ég mig hafa gert bara góðan díl. Það er frekar langt síðan ég skrifaði síðast hér og ætla að reyna að skrifa frekar stutt og skrifa þá daglega . Takk í dag


Bókasafnið

Fór í skólann í morgun og lærði á tölvurnar og bókasafnið sem er alveg frábært batterí. Öll óperutónlist og það sem hungraðan óperukall langar í. Ég er eins og Íslensku kellingarnar í Primark þegar ég kemst í svona safn af nótum og tónlist. Svo fór ég í óperuþjálfun og gekk ekki vel að mínu mati. Mér finnst tæknin mín alls ekki góð og gengur illa að ná þessu. Þreytist fljótt í aríunum og  var alls ekki sáttur. En kannski bara í takt við geðslag tenórsins um þessar mundir.

Er að velta fyrir mér bílakaupum og skoða bíla á ebay. Hefur sína kosti að eiga bíl og geta farið um helgar í ferðalög og fleira. En hefur sína galla og kosti sem þarf að velta fyrir sér.

Stefnum á að fara saman á Farmers market á morgun ég og Óskar og skoða úvalið. Ég hef rosa gaman af þessu markaðsbrölti öllu. En svo á eftir því er stefnt á bókasafnið að ná mér í nokkar þýskar aríur sem ég þarf að læra og kunna utan að sem fyrst. Ég þarf að syngja fyrir bekkinn og einhvern kennara sem er víst hex dauðans þýsk ljóð þann 9 okt. Og ég sem hef aldrei sungið stakt orð í þýsku :) og svo er ég að fara í frönsku söng líka en er þó aðeins betur settari þar en þó ekki mikið betur. Rosa gaman að vera tekinn inní þennan skóla og allt það en mikið álag að þurfa að ná ölum hinum sem hafa eytt mörgum árum í ljóðasöng og ibbiribb...... Ég veit ekki einu sinni hvað þessi orð þýða sum sem þau eru að segja á einhverju tæknimáli. En þetta hefst allt einhvernvegin eins og alltaf. Það er stundum eins og það sé einhver verndarhendi yfir mér sem lyftir mér uppúr drullunni þegar ég er kominn á kaf :)


Fyrsti dagur í skólanum

Gengum saman ég og Óskar í skólann hans en það er alveg serimonia útaf fyrir sig. Ég má ganga með honum svona ca í 100 metra fjarlægð frá skólanum og þá á ég að kveðja hann því að það þykir ekki flott að pabbi komi með honum alla leið.

Fór þaðan á Partick lestarstöðina og þaðan á Queen street stöðina og gekk þaðan í skólann. Fyrst var fundur þar sem yfirmenn skólans héldu tölu um allt og ekkert en ágætlega skemmtileg vitleysa.Svo tók við annar fundur þar sem við Vocal studys nemendur áttum að hitta söngkennarana okkar og hlusta á Chris Underwood leggja okkur lífsreglurnar um mætingar og þá aðallega í danstímana. Stórtenórinn hefur þau tíðindi fram að færa að hann hefur fengið ófá viðurkenningar skjöl fyrir danslist frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Drafnarfelli en því miður hefur tíminn tekið þennan hæfileika frá mér sem líklega var ekki mikill :) Mín yndislega kærasta var einnig nemandi í þessum fræga dansskóla en man ekki eftir mér !! Ég lét til mín taka á sviði Brakedance og tók þátt í keppni í Tónabæ þegar ég var 11 ára ef mig minnir við lítil fagnaðarlæti áhorfanda. En mér er sama !! Ég var bestur :)

En höldum áfram með fundinn í skólanum. Chris tilkynnti öllum að þeir ættu að vita hvaða kennara þeir væru með og ættu nú að fara til þeirra og spjalla við þá um hvenær söngtímar ættu að hefjast og slíkt. Til að gera langa sögu stutta þá hafði Chris sagt mér á funi við hann á Íslandi að ég ætti að vera hjá Steven Robbinson sem á að vera prýðiskennari. En þegar ég fór að hitta hann fyrir 3 vikum síðan sagði hann mér að ég yrði hjá Peter Wilson. Þannig að Ég fór bísperrtur og tók í spaðan á Peter Wilson og kynnti mig. Hann vildi ekkert kannast við mig eða að hann ætti að kenna mér og sagðist hafa nóg á sinni könnu. Sagði hann mér að tala við Chris og fá útskýringar á þessu. Ég fór til hans og ræddi við hann og hann sagði að þetta með Peter hefði ekki gengið og ég fengi annan kennara sem heitir Lain Paton að mig heyrðist hann segja. Hann á að vera tenór sem er starfandi óperusöngvari. En hann er bara að kenna til áramóta og þá verður að finna annan kennara fyrir mig. Ég sagði að mér litist nú ekki á þetta plan og þetta hefði ekki verið planið hjá mér. Samtalinu lauk með því að ég kæmi til hans á morgun og færum yfir þetta mál.


Museum of transport

Frekar drungalegur dagur í Glasgow. Talsverð rigning setti mark sitt á ferðalag okkar Óskars á Museum of transport og var Óskar ekkert mjög ánægður með veðurfarið né að þurfa að ganga í 10 mín á safnið. Óskar er stundum soddan lúxusvera að honum er ekki svona lagað bjóðandi. Hann vill taka taxa á svæðið og ferðast eins og greifi.

Það er ekkert vafamál að veturinn er að koma og finnst það í geðslagi stórtenórsins sem hefur séð það bjartara en núna um þessar mundir. Skólinn var lokaður hjá okkur feðgum í dag en á morgun eigum við báðir að mæta til leiks og verður spennandi að sjá skólann minn og söngkennarann sem fer tvennum sögum af. Sumir þeirra nemenda sem ég hef hitt hafa sagt að hann þyki góður kennari en aðrir vilja bara segja sem minnst. En þetta er alltaf svona ...

Ég á að skrá mig á lista til að syngja í audition fyrir yfirmann óperudeildarinnar og einhverja fleiri og þar eru einhverjir möguleikar á að vera settur í hlutverk eða fá að covera eitthvað hlutverk sem þýðir að ég þarf þá að læra verk og geta sungið ef að hinn veikist eða verður fyrir ótímabæru óhappi :) En mér skilst að það séu ansi margir tenórar í óperudeildinni þetta árið og talsverð samkeppni. Þar sem ég er ekki í óperudeildinni þá á ég lítinn séns á að fá nokkuð. En allt kemur þetta í ljós eftir ca viku.

Veðurspáin ekki beysin... Kuldi og aftur kuldi. Feðgarnir voru að undirbúa komu vetrar núna áðan og hlífðarfatnaður dreginn uppúr skúffum. :) :)

Bleees

 


Kominn til Glasgow

Flutti til Glasgow og er ad fara í söngnám í http://www.rsamd.co.uk í PG DIP Opera sem er nám í óperu eftir því sem ég veit best. Ég og Óskar erum hér saman feðgarnir og gengur vel. Óskar plummar sig vel í skólanum og er ánægður. Ég er ekki enn byrjaður í skólanum mínum en hann hefst á þriðjudag. Búinn að vera að hangsa hér og baslast við að koma mér fyrir sem hefur gengið misvel ef svo má segja. Í gær kom langþráð internettenging og þessvegna sit ég hér og skrifa blogg.

Íbúðin okkar er hrein snilld en ég mun setja inn myndir af henni. Heyrði í Sæberg í kvöld sem er Bassi og er í skólanum líka og munum við reyna að hitta hann feðgarnir á morgun. Við fengum okkur göngutúr í búðina og ætlaði Bjartmarinn að kaupa það allranauðsynlegasta svo sem skeinipappír og fleira. Þar sem búðin er í talsverðri fjarðlægð frá íverustað okkar hjólaði Óskar og ég var fótgangandi. Þegar í búðina var komið tók ég næstu körfu og strunsaði í áttina að skeinipappírsrekkanum og hélt fyrri áformum um að kaupa aðeins nauðsynjar. En á leið minni í skeinó rak ég augun í önd á hálfvirði og var ekki hjá því komist að kaupa tvær slíkar. Eftir það féllu vígin hver af öðru og karfan fylltist af alls konar vörum sem tengdust þessum aumingja fuglum. Þegar ég kom út úr búðinni hélt ég á 6 pokum og fullum af vörum og tók við mikill burður heim.


Borgarbúar geta loksins farið frjálsir leiðar sinnar

Ég verð nú að segja að ég hreint þoli ekki að þegar almennilega er hægt að keyra um götur borgarinnar laus við krapa og önnur óþægindi sem fylgja vetrarfærðinni þá er sumarið nýtt í að malbika alla daga allstaðar !! Þetta eru ekki sorgartíðindi á mínum bæ.....

Auðvita þarf að malbika slitnar götur en common !!


mbl.is Malbikunarefni að verða uppurið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glasgow

Jæja gott fólk !! Ég verð að viðurkenna að ég er vonlaus bloggari :) Mér finnst svo erfitt að skrifa eitthvað án þess að það sé fullkomin skrif um eitthvað mjög áhugavert . Ég ætla nú að byrja að skrifa stutt blogg um það sem er í gangi.

 Vaknaði í morgun og fór til vinnu. Fékk mér hroðalega góðan kaffi bolla úr vélinni minni :) Er búinn að sækja um lán frá LÍN svo að það er komið í góðan farveg. Hef verið í sambandi við Bylgju vegna húsgagna í íbúðinni sem ég kem til með að leigja í Glasgow. Var að skipulegga ferð til Glasgow í Júlí þrátt fyrir blankheit til að kíkja á aðstæður. Bless í bili


Gullkorn frá ferðafélaga

Söngfuglinn er staddur í Karlslunde við Kaupmannahöfn og er þar með kór landsvirkjunar. Var beðinn um að koma með sem einsöngvari fyrir kórinn sem ég þáði með þökkum. Fer svo beint til Ítalíu héðan á námskeið í Flórens í þrjár vikur. Ég sakna Auðar minnar sárt og heyri í henni oft á dag en samt aldrei nógu oft :) Eyddi ég 5 tímum í lærdóm á þessu Flórens dóti og fór svo að hitta kórinn. Eftir velheppnaðan málsverð á BAKKEN sem er nærri Köben fórum við með lestinni heim sem tók sinn tíma vegna viðgerða á teinunum og urðum því að taka strætó hluta leiðarinnar.

Eftir að heim var komið settist ég í sófann og spjallaði við manninn sem deilir með mér íbúð og ræddum við heim og geima. Einhvernveginn barst talið að einum af fjölda minna bresta :) sem er að ég get alveg orðið kexbrjálaður ef að talað er niður til mín. Hef ég sem betur fer ekki lent oft í þessari aðstöðu en þegar það verður þá er ekki gaman hjá neinum. Og síst af öllum mér verð ég að segja.

Hann félagi minn sem er að vera 74 ára sagði af þessu tilefni þessu fleygu orð "Góður bátur tekur aldrei ölduna inná sig" Hann lyftir sér á móti öldunni....... Þú hefur allt annað við orkuna að gera !! sagði hann þessi mikli spekingur. Já hér eftir mun hann verða kallaður spekingurinn mikli !!!

Þetta var algjörlega frábær myndlíking og mun ég nota þetta næst í þessari aðstöðu sem ég samt lendi ekki í en þó ólíklegt að gerist ekki. Á morgun er æfing klukkan 10.00 og svo rútuferð til Skælskör held ég að það heiti og tónleikar þar og mun ég syngja þrjú lög í einsöng og er ég bara talsvert stressaður vegna eins þeirra sem ég hef alls ekki æft nógu vel vegna fyrirvaraleysis kórstjóra og tímaleysis söngvara.

Wish me luck tomorrow :)


Beitum afli gegn einokunarplebbum

Ég hef um nokkurt skeið keypt vörur frá Mjólku og hunsað vörur MS vegna einokunaraðferða MS. Mér fannst þessi skítlega framkoma MS gegn mjólku í sölu mjólkurdufts þar sem þeir seldu Mjólku duftið hærra verði en til annara kaupenda algerlega fyrir neðan allt.


mbl.is "Mjólkursamsalan ætlar að beita afli gagnvart Mjólku"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Bjartmar Ingi Sigurðsson

Höfundur

Bjartmar Ingi Sigurðsson
Bjartmar Ingi Sigurðsson
Höfundur er söngfugl og einnig háðfugl mikill

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband